fredag den 4. januar 2013

Alvöru karlmenn

Jæja, þá hefur vald síðunnar færst á hendur okkar og samannúningur lófa, skipulagning og tilhlökkun getur hafist. Ekki eftir neinu að bíða!
 

4 kommentarer:

  1. Heyr heyr!
    Loksins kominn heim úr erfidri og lýjandi ferd med konuna og börnin, og get thví dembt mér út í starfann sem mér var úthlutadur. Ádur en ég fer ad kanna med gistimöguleika okkar og tékka út thrístirnda veitingastadi væri samt kannski gott ad fá frá fjármálastjóranum uppástungu um fjárlög.

    SvarSlet
  2. Var adeins ad skoda inni á airbnb.com og held vid ættum ad geta fundid góda gistimöguleika thar á thægilegu verdi, t.d. er hérna íbúd (eda öllu heldur lítid hús) á besta stad í bænum (Prenzlauer Berg) sem myndi kosta €100 fyrir okkur thrjá per nótt. Eina umkvörtunin sem ég sé í reviewum er ad badherbergid sé helst til hljódbært, sem er í raun kostur eins og adeins their vita sem prófad hafa samtaletoilettet á Eleonóruvegi. Svo er Íslenska gata (Isländische Strasse) tharna rétt hjá, thannig ad hlýtur ad vera gott hverfi.

    https://www.airbnb.com/rooms/34207

    SvarSlet
  3. Hvad líst ykkur svo helst á ad gera í bænum?
    Sjálfum finnst mér alltaf skemmtilegast ad upplifa borgir gegnum gönguferdir, en svo hefur Berlín líka upp á ad bjóda fjöldann allan af gódum söfnum. Vid Jens Ingi fórum t.d. á DDR safnid, sem var mjög skemmtilegt, en thar sem vid vorum ad thvælast tharna á safnanótt (e-s konar útgáfa af menningarnótt) var trodid út úr dyrum og nádum ekki ad skoda safnid almennilega. Svo stendur Luftwaffesafnid audvitad alltaf fyrir sínu, en thangad tharf ad taka strætó, thannig ad tekur smátíma, en er á fallegum stad vid árbakkann í útjadri bæjarins. Svo má nefna Múrsafnid, Nasistasafnid (Topographie des Terrors), Karrýpylsusafnid og fjölmörg fleiri, svo eru náttúrulega klassísku söfnin á safnaeyjunni nidri í midbæ. En audvitad mun vedrid eitthvad ráda thví hvort verdum meira innan dyra eda utan. Svo er náttúrulega alltaf hellingur af tónlistarspileríi á kvöldin, ættum ad geta hitt á eitthvad skemmtilegt thar.

    SvarSlet
  4. Fer ad halda ad ég sé bara að tala við sjálfan mig hérna. Vitið þið um flugupplýsingar, þeas. hvenær lendum á föstudegi og hvenær léttum á mánudegi? Alla vega er væntanlega óhætt að reikna með þremur kvöldmáltíðum.

    SvarSlet